Skoðun

Vinnu­staðir fatlaðs fólks

Atli Már Haraldsson skrifar

Fatlað fólk er oft með léleg laun og fá minni tækifæri en aðrir.Þegar fatlað fólk vinnur á vernduðum vinnustöðum er oft talað barnalega við það.

Skoðun

Þjónustustefna sveitar­fé­laga: Forms­at­riði eða mikil­vægt stjórn­tæki?

Jón Hrói Finnsson skrifar

Á undanförnum árum og áratugum hafa kröfur um fagleg og skilvirk vinnubrögð í stjórnsýslu sveitarfélaga aukist verulega. Kröfurnar koma úr ýmsum áttum; frá Alþingi og ráðuneytum í lögum og reglugerðum, frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna sem vilja sýna metnað í störfum sínum og síðast ekki síst frá íbúunum, sem kalla eftir góðri þjónustu og ábyrgri nýtingu opinberra fjármuna.

Skoðun

Blóð, sviti og tár

Jökull Jörgensen skrifar

Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga.

Skoðun

Ertu knúin/n fram af verðug­leika eða óverðug­leika?

Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar.

Skoðun

Er hægt að stjórna bæjar­fé­lagi með ósk­hyggju?

Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni.

Skoðun

Listin við að fara sér hægt

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Skoðun

Á­byrgð yfir­valda á innra mati á skóla­starfi

Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla.

Skoðun

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða.

Skoðun

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?

Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Kostnaður vegna veru Íslands í EES er óheyrilegur. Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga kemur að öllu leyti frá ESB og fá svið samfélagsins eru orðin undanskilin. Nánast allt regluverk í orku- og umhverfismálum, matvælaeftirliti og fjármálaeftirliti er í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel, en ekki í höndum kjörinna fulltrúa á Íslandi. Íslenskir borgarar hafa því engin áhrif á ákvarðanir stofnanna ESB.

Skoðun

En hvað með lofts­lagið?

Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa

Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Skoðun

Ráð­herra og vald­níðsla í hans nafni

Örn Pálmason skrifar

Ég er maður sem tel að einkaframtak eigi fullan rétt á sér. Finnst alltaf holur hljómur þegar hátekjumenn á framfæri ríkisins tala niðrandi og jafnvel ásakandi um einkaframtak og getu þess til verðmætasköpunar og góðra verka.

Skoðun

Betri nýting á tíma og fjár­munum Reykja­víkur­borgar 1/3

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna.

Skoðun

Er fót­bolti að verða vélmennafótbolti?

Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna. 

Skoðun

Geðheil­brigðisþjónusta og fiskur – er ein­hver tenging?

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum.

Skoðun

Fjár­festum í hjúkrun

Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun.

Skoðun

Tölum um endur­hæfingu!

Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa

Nú blasir við að loka þurfi geðendurhæfingarúrræði í Reykjavík sem hefur staðið ungu fólki á aldrinum 18-30 ára til boða síðustu ár. Þetta unga fólk á það sameiginlegt að falla undir svokallaðan NEET hóp, það eru þau sem ekki eru í vinnu, virkni eða námi.

Skoðun

Al­vöru mamma

Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið.

Skoðun

Í nafni skil­virkni – á kostnað menntunar

Simon Cramer Larsen skrifar

Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins.

Skoðun

Var þetta planið í geðheil­brigðisþjónustu?

Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda.

Skoðun

Heims­met í sjálf­hverfu

Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Ég þakka ykkur tilskrifin og fagna því að þið séuð tilbúin að ræða um málefni kvikmyndamenntunar á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli mína að þið skulið ekki minnast á tilefni orða minna.

Skoðun

Viska þarf að standa vörð um sér­fræðinga á vinnu­markaði

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Viska er meðal yngstu stéttarfélaga landsins og varð formlega til 1. janúar 2024 með sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM. Eitt þessara stéttarfélaga var félagið mitt, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. SBU var rótgróið félag með öflugt félagsfólk með djúpa réttlætiskennd, en við vorum fámenn og oft leið okkur sem að rödd okkar í samfélaginu eða við kjarasamningsborðið væri lítil.

Skoðun

Hver ber á­byrgð á van­efndum Við­reisnar og Sam­fylkingar? Inga blessunin Sæ­land?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin.

Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Mið­nes­heiði

Steinar Björgvinsson skrifar

Á eyðilegri hraunbreiðu þar sem íslenskur vindur leikur lausum hala yfir eldfjallaleifar og sandstrók, reis um miðja 20. öld bandarísk herstöð – útsýnislaus og kaldranaleg að utan. En innan vírgirðinganna á Miðnesheiði tók við annar heimur. Þar var tilveran mótuð af reglu og agaðri hernaðarstjórn – en undir yfirborðinu kraumaði líf sem íslenskir ráðamenn vissu um, en völdu að horfa fram hjá.

Skoðun