Bestu tónleikar Íslandssögunnar! 5. júlí 2004 00:01 Fallegri hópur af fólki er vandfundinn en sá sem lagði leið sína upp í Egilshöll á sunnudagskvöldið. Loksins, Metallica á Íslandi. Hver hefði trúað að því að þessi stund myndi renna upp hér, eftir 23ja ára tilvist hljómsveitarinnar? Ég skundaði snemma upp í Egilshöll til þess að eiga nokkur orð við Kirk Hammett. Afrakstur þess spjalls gefur að líta í Fréttablaði miðvikudagsins. Rakst einnig á Rob Trujillo og svei mér þá, hann mundi eftir því þegar við hittumst í Texas 2002. Magnað minni hjá stráknum! Tónleikarnir voru mínir þriðju með Metallica, sá hana fyrst 1993 (þar sem gamla hljómsveit Trujillo, Suicidal Tendencies, hitaði upp) og svo 1999 í Hollandi. Ekki grunaði mig að þessir tónleikar yrðu toppaðir svo um munaði. Eftir að upphitunarböndin höfðu lokið sér af byrjuðu starfsmenn Metallica að gera klárt fyrir herlegheitin. Það varð allt vitlaust við það eitt að heyra aðstoðarmann James Hetfield hljóðprófa gítarinn. Það segir allt sem segja þarf um þá massífu stemningu og eftirvæntingu sem var í Egilshöll. Eftir að ljósin slokknuðu hljómaði Ecstasy of Gold (eftir Ennio Morricone, úr myndinni The Good, the Bad, and the Ugly) í hljóðkerfinu, nokkuð sem Metallica hefur notað sem inngangskafla annað veifið árum saman. Að því loknu fór mig að svíða undan gæsahúðinni því ég heyrði strax að fjórmenningarnir myndu opna tónleikana með Blackened, eitthvað sem ég hafði ekki heyrt áður á tónleikum. Strax ætlaði allt um koll að keyra þó að það tæki einhvern smá tíma að koma hljómnum í gott lag. Það var ekki að sjá annað en að allir liðsmenn Metallica væru í feiknastuði, hafði sérstaklega gaman af Hammett. Þó að nærvera hinna hafi verið að sama skapi ánægjuleg var gítarleikarinn minn maður þetta kvöld.Fuel af Reload kom næst, þar á eftir var Harvester of Sorrow, öflugt tónleikalag þar. Það var í raun alveg sama hvaða lag þeir gripu í, þetta kom allt mjög vel út. Það voru einna helst nýju lögin (sem standast ekki samanburð við þau eldri) sem glöddu mann ekki jafn mikið, þó að þau hafi verið mjög vel flutt. Vert er að minnast á frammistöðu Hammetts, þegar hinir þrír yfirgáfu sviðið og hann hélt smá einleik, áhorfendum til mikillar gleði. Spann á skemmtilegan hátt smá blús og var fagmennskan uppmáluð. Var sérstaklega ánægður með tilfinninguna sem skein frá kappanum því í stað þess að vera með eitthvað snarstefjunar-rúnk (eins déskoti leiðinlegt og það er) var gítarleikur hans innlifun ein.Welcome Home (Sanitarium) var næst. Fyrsta rólega lag kvöldsins og tóku áhorfendur vel undir. Hetfield var duglegur gegnumgangandi allt kvöldið að virkja áhorfendur í að syngja með hljómsveitinni og voru allir vel með á nótunum, hvort sem það var fremst eða aftast. Að gefnu tilefni er óhjákvæmilegt að minnast á andrúmsloftið, sem var framúrskarandi. Eiga allir sem einn lof skilið fyrir sína frammistöðu.Metallica tók tvö lög af nýju plötunni, Frantic og St. Anger. Frantic var sérstaklega minnisstætt þar sem viðstaddir spiluðu stóra rullu, þökk sé Hetfield. Rob Trujillo fékk svo sitt tækifæri til að sanna ágæti sitt, sýndi gamalkunna takta frá því að hann var í Infectious Grooves og Suicidal Tendencies. Ógleymanlegt var þegar hann hélt um bassann eins og bongótrommu, lék skemmtilegan hrynjanda og dansaði um leið! Tvímælalaust með því svalara sem ég hef séð. Eftir smá djamm, eina vel valda línu úr Orion frá Trujillo, hélt hljómsveitin áfram, tók For Whom the Bell Tolls, Sad but True og Creeping Death. Hammett bauð upp á annan snilldareinleik, tók meðal annars Voodoo Chile eftir Jimi Hendrix og var sem fyrr smekklegur í sínum aðgerðum. Athygli vakti þegar áhorfandi stökk upp á svið í miðju Fade to Black og var fjarlægður af öryggisvörðum. Fær drengurinn prik í kladdann fyrir þetta mikla afrek, enda sviðið vel á þriðja metra. Stemningin hélt áfram með Battery, og þeir hefðu mátt spila hvað sem er af Master of Puppets. Ég held reyndar að það sé sama hvaða lög þeir hefðu spilað þetta kvöld, þeim var öllum vel tekið og hvaða lag sem er hefði steinlegið. Eftir að hafa verið klöppuð upp ítrekað tók MetallicaNothing Else Matters og Enter Sandman þar sem Hetfield hafði í fullu tré við að yfirgnæfa 18 þúsund tónleikagesti. Tónleikunum lauk með Breadfan (kom skemmtilega á óvart) og gullmola af Kill Em All, Seek & Destroy. Aðstandendur tónleikanna fá risastórt hrós frá undirrituðum fyrir sitt framlag. Öll aðstaða, uppsetning og skipulag var algjörlega til fyrirmyndar og ég leyfi mér að fullyrða að þetta hafi verið bestu tónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi. Það er vel við hæfi að enda umfjöllunina á orðum Lars Ulrich: "Er ég einn um það að finnast að Metallica ætti að koma oftar til Íslands en á 23 ára fresti?" Ónei, það ertu sko ekki.Smári Jósepsson Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fallegri hópur af fólki er vandfundinn en sá sem lagði leið sína upp í Egilshöll á sunnudagskvöldið. Loksins, Metallica á Íslandi. Hver hefði trúað að því að þessi stund myndi renna upp hér, eftir 23ja ára tilvist hljómsveitarinnar? Ég skundaði snemma upp í Egilshöll til þess að eiga nokkur orð við Kirk Hammett. Afrakstur þess spjalls gefur að líta í Fréttablaði miðvikudagsins. Rakst einnig á Rob Trujillo og svei mér þá, hann mundi eftir því þegar við hittumst í Texas 2002. Magnað minni hjá stráknum! Tónleikarnir voru mínir þriðju með Metallica, sá hana fyrst 1993 (þar sem gamla hljómsveit Trujillo, Suicidal Tendencies, hitaði upp) og svo 1999 í Hollandi. Ekki grunaði mig að þessir tónleikar yrðu toppaðir svo um munaði. Eftir að upphitunarböndin höfðu lokið sér af byrjuðu starfsmenn Metallica að gera klárt fyrir herlegheitin. Það varð allt vitlaust við það eitt að heyra aðstoðarmann James Hetfield hljóðprófa gítarinn. Það segir allt sem segja þarf um þá massífu stemningu og eftirvæntingu sem var í Egilshöll. Eftir að ljósin slokknuðu hljómaði Ecstasy of Gold (eftir Ennio Morricone, úr myndinni The Good, the Bad, and the Ugly) í hljóðkerfinu, nokkuð sem Metallica hefur notað sem inngangskafla annað veifið árum saman. Að því loknu fór mig að svíða undan gæsahúðinni því ég heyrði strax að fjórmenningarnir myndu opna tónleikana með Blackened, eitthvað sem ég hafði ekki heyrt áður á tónleikum. Strax ætlaði allt um koll að keyra þó að það tæki einhvern smá tíma að koma hljómnum í gott lag. Það var ekki að sjá annað en að allir liðsmenn Metallica væru í feiknastuði, hafði sérstaklega gaman af Hammett. Þó að nærvera hinna hafi verið að sama skapi ánægjuleg var gítarleikarinn minn maður þetta kvöld.Fuel af Reload kom næst, þar á eftir var Harvester of Sorrow, öflugt tónleikalag þar. Það var í raun alveg sama hvaða lag þeir gripu í, þetta kom allt mjög vel út. Það voru einna helst nýju lögin (sem standast ekki samanburð við þau eldri) sem glöddu mann ekki jafn mikið, þó að þau hafi verið mjög vel flutt. Vert er að minnast á frammistöðu Hammetts, þegar hinir þrír yfirgáfu sviðið og hann hélt smá einleik, áhorfendum til mikillar gleði. Spann á skemmtilegan hátt smá blús og var fagmennskan uppmáluð. Var sérstaklega ánægður með tilfinninguna sem skein frá kappanum því í stað þess að vera með eitthvað snarstefjunar-rúnk (eins déskoti leiðinlegt og það er) var gítarleikur hans innlifun ein.Welcome Home (Sanitarium) var næst. Fyrsta rólega lag kvöldsins og tóku áhorfendur vel undir. Hetfield var duglegur gegnumgangandi allt kvöldið að virkja áhorfendur í að syngja með hljómsveitinni og voru allir vel með á nótunum, hvort sem það var fremst eða aftast. Að gefnu tilefni er óhjákvæmilegt að minnast á andrúmsloftið, sem var framúrskarandi. Eiga allir sem einn lof skilið fyrir sína frammistöðu.Metallica tók tvö lög af nýju plötunni, Frantic og St. Anger. Frantic var sérstaklega minnisstætt þar sem viðstaddir spiluðu stóra rullu, þökk sé Hetfield. Rob Trujillo fékk svo sitt tækifæri til að sanna ágæti sitt, sýndi gamalkunna takta frá því að hann var í Infectious Grooves og Suicidal Tendencies. Ógleymanlegt var þegar hann hélt um bassann eins og bongótrommu, lék skemmtilegan hrynjanda og dansaði um leið! Tvímælalaust með því svalara sem ég hef séð. Eftir smá djamm, eina vel valda línu úr Orion frá Trujillo, hélt hljómsveitin áfram, tók For Whom the Bell Tolls, Sad but True og Creeping Death. Hammett bauð upp á annan snilldareinleik, tók meðal annars Voodoo Chile eftir Jimi Hendrix og var sem fyrr smekklegur í sínum aðgerðum. Athygli vakti þegar áhorfandi stökk upp á svið í miðju Fade to Black og var fjarlægður af öryggisvörðum. Fær drengurinn prik í kladdann fyrir þetta mikla afrek, enda sviðið vel á þriðja metra. Stemningin hélt áfram með Battery, og þeir hefðu mátt spila hvað sem er af Master of Puppets. Ég held reyndar að það sé sama hvaða lög þeir hefðu spilað þetta kvöld, þeim var öllum vel tekið og hvaða lag sem er hefði steinlegið. Eftir að hafa verið klöppuð upp ítrekað tók MetallicaNothing Else Matters og Enter Sandman þar sem Hetfield hafði í fullu tré við að yfirgnæfa 18 þúsund tónleikagesti. Tónleikunum lauk með Breadfan (kom skemmtilega á óvart) og gullmola af Kill Em All, Seek & Destroy. Aðstandendur tónleikanna fá risastórt hrós frá undirrituðum fyrir sitt framlag. Öll aðstaða, uppsetning og skipulag var algjörlega til fyrirmyndar og ég leyfi mér að fullyrða að þetta hafi verið bestu tónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi. Það er vel við hæfi að enda umfjöllunina á orðum Lars Ulrich: "Er ég einn um það að finnast að Metallica ætti að koma oftar til Íslands en á 23 ára fresti?" Ónei, það ertu sko ekki.Smári Jósepsson
Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira