Brella eða ekki brella 5. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. Daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði Björn Bjarnason þetta á heimasíðu sinni: "...er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni,..." sagði Björn Bjarnason þann 3. júní. Þegar Guðni Ágústsson var spurður í síðustu viku um þessa hugmynd svaraði hann því svo að þó að mörgum hefði dottið í hug að spyrja hvort fara ætti út í þann kostnað sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslu teldi hann rétt að málið gengi fram og þjóðin fengi að fjalla um það þó það væri flókið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var einnig spurður um þessa leið fyrir helgi. Þá sagði hann málið verða að ganga sinn gang eins og til þess hefði verið stofnað. Fram að helginni var sú leið sem Björn Bjarnason kallaði brellu ekki í myndinni hjá ráðherrum. Í gærkvöldi var hún hins vegar orðin að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. Daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði Björn Bjarnason þetta á heimasíðu sinni: "...er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni,..." sagði Björn Bjarnason þann 3. júní. Þegar Guðni Ágústsson var spurður í síðustu viku um þessa hugmynd svaraði hann því svo að þó að mörgum hefði dottið í hug að spyrja hvort fara ætti út í þann kostnað sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslu teldi hann rétt að málið gengi fram og þjóðin fengi að fjalla um það þó það væri flókið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var einnig spurður um þessa leið fyrir helgi. Þá sagði hann málið verða að ganga sinn gang eins og til þess hefði verið stofnað. Fram að helginni var sú leið sem Björn Bjarnason kallaði brellu ekki í myndinni hjá ráðherrum. Í gærkvöldi var hún hins vegar orðin að ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira