Innlent

Ís­lands­met á Al­þingi og sak­sóknarar gagn­rýndir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni saksóknaranna sem legið hafa undir ámæli um slæleg vinnubrögð þegar tveir þáverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara komust upp með að stela trúnaðargögnum frá embættinu fyrir rúmum áratug. 

Við ræðum meðal annars við stjórnsýslufræðing sem segir einsýnt að saksóknararnir geti ekki rannsakað eigin gjörðir. 

Þá fjöllum við um veiðigjaldaumræðuna á þingi sem stóð fram á nótt. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um svik í málinu en Íslandsmet hefur nú verið slegið í fyrstu umræðu á Alþingi.

Einnig fjöllum við um gula veðurviðvörun sem nú er í gildi á vesturhelmingi landsins og mikla vatnavexti fyrir norðan. 

Í íþróttafréttum er það úrslitaeinvígið í Bónusdeildinni í körfubolta sem verður til umfjöllunar og þykir hafa farið fjörlega af stað.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 9. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×