Vonbrigði í Washington 6. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun