Fjörugar umræður í þinginu 7. júlí 2004 00:01 Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið ótækt, óþinglegt og að í því fælist stjórnskipulegur óskapnaður. Hann sagði að í frumvarpinu væri fólgin fyrirætlun um að fara á svig við stjórnarskrána; að hafa af þjóðinni stjórnarskrábundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarandstöðuna m.a. hafa lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög og það væri það sem nú væri verið að gera. Þá kváðu við hlátrasköll í þingsalnum frá þingmönnum stjórnarandstöðu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp, sem nú hefði verið sett á dagskrá, verði til þess að afstýra því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í skugga fullkominnar réttaróvissu um form og fyrirkomulag atkvæðgreiðslunnar sjálfrar, ef frumvarpið verður samþykkt. Geir segir 26. grein stjórnarskrárinnar það vanbúna að ekki sé „óhætt að fara út í þjóðaratkvæðgreiðslu á grundvelli þeirra ákvæða.“ Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hlátrasköll stjórnarandstöðunnar bæru vitni um það að hún ætli ekki að vinna efnislega að málinu í þinginu og standa þess í stað í endalausum upphlaupum. Halldór Ásgrímsson hóf að mæla fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu um hálf tólf leytið. Búist er við stuttum umræðum í dag. Ræðutími við fyrstu umræðu er takmarkaður og svo verður gert þinghlé á meðan málið er í nefnd. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr ræðum þingmanna með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið ótækt, óþinglegt og að í því fælist stjórnskipulegur óskapnaður. Hann sagði að í frumvarpinu væri fólgin fyrirætlun um að fara á svig við stjórnarskrána; að hafa af þjóðinni stjórnarskrábundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarandstöðuna m.a. hafa lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög og það væri það sem nú væri verið að gera. Þá kváðu við hlátrasköll í þingsalnum frá þingmönnum stjórnarandstöðu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp, sem nú hefði verið sett á dagskrá, verði til þess að afstýra því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í skugga fullkominnar réttaróvissu um form og fyrirkomulag atkvæðgreiðslunnar sjálfrar, ef frumvarpið verður samþykkt. Geir segir 26. grein stjórnarskrárinnar það vanbúna að ekki sé „óhætt að fara út í þjóðaratkvæðgreiðslu á grundvelli þeirra ákvæða.“ Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hlátrasköll stjórnarandstöðunnar bæru vitni um það að hún ætli ekki að vinna efnislega að málinu í þinginu og standa þess í stað í endalausum upphlaupum. Halldór Ásgrímsson hóf að mæla fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu um hálf tólf leytið. Búist er við stuttum umræðum í dag. Ræðutími við fyrstu umræðu er takmarkaður og svo verður gert þinghlé á meðan málið er í nefnd. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr ræðum þingmanna með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira