Framúrkeyrslur óviðunandi 12. júlí 2004 00:01 Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira