Fer óbreytt úr allsherjarnefnd 14. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira