Kemur alltaf á óvart 21. júlí 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða," segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. "Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur," segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. "Á útgáfutónleikum Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mosfellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn," segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. "Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frekar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist," segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira