Tíska og hönnun

Sjáðu tísku­sýningu heitustu hönnuða fram­tíðarinnar

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tískusýning fatahönnuða framtíðarinnar fór fram með pomp og prakt í Landsbankahúsinu á föstudag.
Tískusýning fatahönnuða framtíðarinnar fór fram með pomp og prakt í Landsbankahúsinu á föstudag. Margrét Unnur Guðmundsdóttir

Hátískan tók yfir Landsbankahúsið síðastliðið föstudagskvöld þegar nýútskrifaðir fatahönnuðir afhjúpuðu nýjustu verk sín með tískusýningu. Fyrirsætur gengu um, lifandi tónlist ómaði og tískuþyrstir gestir flykktust að.

Sýningin ber heitið Uppspretta og sex ungir fatahönnuðir framtíðarinnar fengu sviðið á hátíðinni.

Hér má sjá tískusýninguna í heild sinni: 

Klippa: Fatahönnuðir framtíðarinnar.

Þátttakendur voru Andrea Margrétardóttir, Kári Eyvindur, Michal Pajak Pajonk, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Sóley Jóhannsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir. Listrænn stjórnandi og framleiðandi var Anna Clausen og Thomasi Stankiewicz sá um tónlistina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.