Engar framfarir án öryggis 24. júlí 2004 00:01 Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira