Vilja engar víggirðingar 26. júlí 2004 00:01 Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." [email protected] Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." [email protected]
Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira