Lífið

Hefur mikinn á­huga á slökkvi­liðinu

„Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland. 

Lífið

Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyði­leggja sam­bandið?

Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona.

Lífið

Fermingardressið fyrir hana

Fermingarnar eru á næsta leyti og börnin eru eflaust farin að leita að hinu fullkomna dressi fyrir stóra daginn. Stelpur klæðast oft ljósum flíkum í anda vorsins, en á síðustu árum hefur það færst í aukana að velja föt með smart mynstri. Hér að neðan má finna nokkrar flottar hugmyndir

Lífið

Paul Young var þungt haldinn eftir bein­brot

Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga.

Lífið

Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns

Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur.

Lífið

Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“

„Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída.

Lífið

Ældi á hliðar­línunni

Bandaríski leikarinn Tracy Morgan veiktist skyndilega á hliðarlínunni þar sem hann fylgdist með leik New York Knicks og Miami í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Hann ældi og fékk auk þess blóðnasir. Leikaranum var komið til aðstoðar og honum rúllað í burtu í hjólastól.

Lífið

Elle Woods er fyrir­myndin

„Stærsta vandamál minnar kynslóðar er klárlega umhverfismálin og aukning á gróðurhúsaloftegundum. Það þarf að halda áfram að vekja athygli á þessu og tala um þetta, en líka standa saman og reyna okkar besta að kaupa íslenskar matvælavörur, nota endurnýjanlega orku og minnka neyslu,“ segir Karólína Lilja Guðlaugsdóttir, spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 

Lífið

Börn eigi ekki að ilma

Við lifum í eitruðum heimi, þar sem óteljandi efni úr daglegu umhverfi okkar smjúga inn í líkama okkar – oft án þess að við áttum okkur á því. Við eigum umfram allt að vernda börnin okkar frá þessum efnum. Þetta segir Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði.

Lífið

Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið

„Facebook-hrekkurinn lifir enn góðu lífi á minni skrifstofu,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, en hún verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Í dag birtist færsla á Facebook-vegg hennar um nýtt hlaðvarp á hennar vegum, sem á að heita „Nadda í Orlofi“, en sjálf kannast hún ekki við það.

Lífið

Måns mættur á markaðinn

Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn.

Lífið

Skuggavaldið: Morð, sam­særi og ó­trú­leg ó­gæfa „konungsfjölskyldu“ Banda­ríkjanna

Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum?

Lífið

Báta­skýlinu fylgir risa­stórt ein­býlis­hús

„Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum.

Lífið

Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður

Bergsveinn Ólafsson segist hafa verið óttasleginn og einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna. Beggi Ólafs segir í podcasti Sölva Tryggvasonar, að hann hafi komið sér vel fyrir á Íslandi, með háar tekjur í stjórnendaþjálfun, fyrirlestrum og hlaðvarpsgerð. Hann ákvað upphaflega að halda sér innan þægindarammans, en fljótlega var eitthvað innra með honum sem fann að hann yrði að láta vaða.

Lífið

Helga og Arnar gáfu syninum nafn

Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, og Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina. Drengurinn fékk nafnið Ingólfur, í höfuðið á móðurafa sínum.

Lífið

Stjörnulífið: Árs­há­tíðir, stór­af­mæli og Peaky Blinders

Liðin vika var umvafin veisluhöldum, sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Tónlistarmaðurinn Aron Can hljóp maraþon í Los Angeles á meðan Valdimar Guðmundsson naut sólarinnar á Tenerife. Aðrir klæddu sig í sitt fínasta og slettu úr klaufunum á árshátíðum stórfyrirtækja og við hátíðlega athöfn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Lífið

Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi

Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu.

Lífið

„Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“

Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess, segir Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið

Belgísk verð­launa­leik­kona látin

Belgíska leikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri. Umboðsmaður Dequenne segir hana hafa andast á sjúkrahúsi í úthverfi frönsku höfuðborgarinnar París í gærkvöldi.

Lífið

Leitar enn að fal­legasta stað í heimi

„Dansinn hefur alltaf átt hug minn og síðustu sex ár hefur hann spilað stærra hlutverk í mínu lífi. Ég fór að vinna töluvert meira í greininni, bæði með því að koma fram sjálf en einnig sem danshöfundur,“ segir listakonan og flugfreyjan Aníta Rós Þorsteinsdóttir sem stofnaði nýverið viðburðarfyrirtækið Uppklapp. 

Lífið

Fann­ey og Teitur eiga von á barni

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

Lífið

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar

Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

Lífið

„Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“

„Þetta var dálítið hrikalegt, það verður segjast alveg eins og er,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, einn úr áhöfninni á Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyjum sem árið 1984 varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Óskar og hinir úr áhöfninni komust í stórkostlega lífshættu þegar bátinn rak hratt að briminu og stórgrýtinu við klettana við Stokksnes en þennan dag unnu björgunarsveitarmenn mikið afrek.

Lífið

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn

Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Lífið

Sin­fónía í sundi slegin af borðinu vegna kjöt­súpu

Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt.

Lífið