Blóðbað í Baqouba 29. júlí 2004 00:01 Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira