Dansað í eldhúsinu 4. ágúst 2004 00:01 "Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " [email protected] Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
"Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " [email protected]
Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira