Ræddi Evrópumál við Halldór 7. ágúst 2004 00:01 Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opinberri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætisráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópumál, Atlantshafsbandalagið og alþjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstaklega eftir stækkunina sem hafi auðveldað mjög mikið innan sambandsins. Hann sagði einnig að tengsl Finna við Eystrasaltsríkin væru sífellt að aukast en lagði áherslu á mikilvægi norræns samstarfs. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum landanna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. "Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það." Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráðherratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opinberri dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag með ferð hans og utanríkisráðherra í Bláa lónið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opinberri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætisráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópumál, Atlantshafsbandalagið og alþjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstaklega eftir stækkunina sem hafi auðveldað mjög mikið innan sambandsins. Hann sagði einnig að tengsl Finna við Eystrasaltsríkin væru sífellt að aukast en lagði áherslu á mikilvægi norræns samstarfs. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum landanna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. "Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það." Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráðherratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opinberri dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag með ferð hans og utanríkisráðherra í Bláa lónið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira