Þjóðfélagið allt ein málstofa 10. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar