Ætla að vera inni á topp tíu 21. ágúst 2004 00:01 Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira