Skriðan ekki farin af stað 30. ágúst 2004 00:01 Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira