Neytendur

Spotify liggur niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Spotify nýtur mikilla vinsælda um heim allan.
Spotify nýtur mikilla vinsælda um heim allan. Vísir/Getty

Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Þetta kemur fram í tilkynningu Spotify á samfélagsmiðlum. Þar rignir skilaboðum notenda yfir sænska fyrirtækið.

Notendur voru 675 milljónir í febrúar síðastliðnum og eru notendur margir hverjir argir að geta ekki spilað tónlist.

Ekki aðeins liggur Spotify-appið niðri heldur er vefsíða fyrirtækisins ekki aðgengileg.

Uppfært klukkan 15:40

Spotify virðist vera komið í gagnið á nýjan leik hjá flestum notendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×