Fjármálaeftirlit fær gögn 31. ágúst 2004 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira