Bankar lækka vexti enn frekar 31. ágúst 2004 00:01 Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira