Gjaldeyrislánin hefðu borgað sig 31. ágúst 2004 00:01 Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira