Uppoð á útlánamarkaði 31. ágúst 2004 00:01 Áralöngu jafnvægi á íbúðalánamarkaði hefur verið raskað. Hörð samkeppni ríkir nú um viðskiptavini á lánamarkaði. Í kjölfar þess að KB banki tilkynnti um ný íbúðalán með 4,4 prósenta vöxtum, fylgdu samkeppnisaðilar eftir. Íslandsbanki og Landsbankinn lækkuðu sín lán samdægurs. Íbúðalánasjóður lækkaði sín lán eftir útboð.Lífeyrissjóðirnir fylgja á eftir. Þrír hafa lækkað sig meðal þeirra annar af tveimur stærstu, Lífeyrissjóður verslunarmanna. "Við erum þátttakendur á samkeppnismarkaði og á slíkum markaði er aðgerðaleysi ekki nein lausn," segir Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar KB banki tilkynnti um aðra vaxtalækkun. Vextir bankans verða nú 4,2 prósent og munu líka gilda fyrir þá sem þegar hafa endurfjármagnað á 4,4 prósent lánum. "Annað hefði ekki verið sanngjarnt," segir Friðrik Halldórsson, forstöðumaður viðskiptabankasviðs KB banka. KB banki ákvað auk þess að hækka veðhlutfall eigna á þeim stöðum þar sem bankinn rekur útibú. Ekki stóð á viðbrögðum. Um leið og ljóst var um vaxtalækkun KB banka tilkynnti Spron um lækkun í sömu prósentu. "Við vorum undirbúnir undir það að vextirnir myndu lækka," segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Spron. Ýmsir telja að erfitt geti orðið fyrir smærri fjármálafyrirtæki að fylgja þessum lækkunum. "Ég get ekki svarað fyrir aðra, en við treystum okkur til þess. Við höfum verið mjög sterkir í þjónustu við einstaklinga og ætlum okkur að vera það áfram." Íslandsbanki var næstur í röðinni að lækka sig í 4,2 prósent. Í lánum Íslandsbanka eru endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti og samhliða gefst kostur á að greiða lánið upp. Landsbankinn er með svipuð kjör og Íslandsbanki og fylgdi fast á eftir með lækkun í 4,2%. Það var því uppboðsstemning á lánamarkaði í gær. Samkeppnin er hörð og harðnandi. "Ég hef trú á því að lífeyrissjóðirnir nái að forðast uppgreiðslur með sínum lækkunum," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Lánin sem eru í boði eru mismunandi, auk þess sem samsetning skulda hjá hverjum og einum er mismunandi. Edda Rós segir að mismunandi sé eftir hverjum og einum hvaða leið sé hagkvæmust. "Ef ég tala bara fyrir mig, þá er ég með lífeyrissjóðslán á fyrsta veðrétti og lán íbúðalánasjóðs ofan á það. Það myndi því borga sig fyrir mig að hækka lífeyrissjóðslánið." Hún segir að með því sleppi hún við lántökujöld. Af 2,5 prósenta lántökugjöldum er 1,5 prósent skattur til ríkisins í formi stimpilgjalda. Þennan kostnað verður að taka með í reikninginn þegar litið er til þess hversu hagkvæmt er að endurfjármagna. Í ört vaxandi samkeppni fjármálastofnana er stimpilgjaldið farið að virka sem markaðshindrun. "Það er tvenns konar hagur varðandi greiðslubyrði af þessum lánum. Annars vegar lægri vextir og hins vegar lenging lána. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því hvernig þetta skiptist." Edda Rós segir erfitt að spá um framhaldið. "Ég get vel séð fyrir mér frekari lækkun, en mér finnst það ekki endilega það líklegasta. Það er hins vegar engin spurning að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn. Ef einn lækkar sig, þá fylgja hinir á eftir." Hún segir að það verði erfitt fyrir þá minnstu að keppa um þessi lán. "Það verður hins vegar auðveldast fyrir KB banka, því innlendi hlutinn af starfseminni er hlutfallslega minnstur þar." Eftir sameiningu við danska bankann FIH verður einungis fjórðungur af heildareignunum hérlendis. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá um framhaldið. "Við erum að horfa á landslag sem við höfum ekki séð áður. Væntanlega kemur að einhverjum þröskuldi þar sem bankarnir eru farnir að tapa á lánunum." Hún bætir því við að hugsanlegt sé að bankarnir væru tilbúnir til að taka á sig tap tímabundið til að vinna markaðshlutdeild. Katrín segir íbúðalánamarkaðinn dæmigerðan fákeppnismarkað þar sem stöðugleiki ríkti. "Svo hreyfir einn sig og þá fer allt af stað, svo er spurningin hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt." Hún segir að þetta séu spennandi tímar á fjármálamarkaði. Bönkunum hafi tekist að koma inn og bjóða vexti undir vöxtum Íbúðalánasjóðs. "Í framhaldinu vakna spurningar um tilvist Íbúðalánasjóðs. Rökin fyrir sjóðnum hafa verið að enginn vildi lána á svo lágum vöxtum í svo langan tíma. Mér sýnist rökin fyrir tilvist hans vera farin." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Áralöngu jafnvægi á íbúðalánamarkaði hefur verið raskað. Hörð samkeppni ríkir nú um viðskiptavini á lánamarkaði. Í kjölfar þess að KB banki tilkynnti um ný íbúðalán með 4,4 prósenta vöxtum, fylgdu samkeppnisaðilar eftir. Íslandsbanki og Landsbankinn lækkuðu sín lán samdægurs. Íbúðalánasjóður lækkaði sín lán eftir útboð.Lífeyrissjóðirnir fylgja á eftir. Þrír hafa lækkað sig meðal þeirra annar af tveimur stærstu, Lífeyrissjóður verslunarmanna. "Við erum þátttakendur á samkeppnismarkaði og á slíkum markaði er aðgerðaleysi ekki nein lausn," segir Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar KB banki tilkynnti um aðra vaxtalækkun. Vextir bankans verða nú 4,2 prósent og munu líka gilda fyrir þá sem þegar hafa endurfjármagnað á 4,4 prósent lánum. "Annað hefði ekki verið sanngjarnt," segir Friðrik Halldórsson, forstöðumaður viðskiptabankasviðs KB banka. KB banki ákvað auk þess að hækka veðhlutfall eigna á þeim stöðum þar sem bankinn rekur útibú. Ekki stóð á viðbrögðum. Um leið og ljóst var um vaxtalækkun KB banka tilkynnti Spron um lækkun í sömu prósentu. "Við vorum undirbúnir undir það að vextirnir myndu lækka," segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Spron. Ýmsir telja að erfitt geti orðið fyrir smærri fjármálafyrirtæki að fylgja þessum lækkunum. "Ég get ekki svarað fyrir aðra, en við treystum okkur til þess. Við höfum verið mjög sterkir í þjónustu við einstaklinga og ætlum okkur að vera það áfram." Íslandsbanki var næstur í röðinni að lækka sig í 4,2 prósent. Í lánum Íslandsbanka eru endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti og samhliða gefst kostur á að greiða lánið upp. Landsbankinn er með svipuð kjör og Íslandsbanki og fylgdi fast á eftir með lækkun í 4,2%. Það var því uppboðsstemning á lánamarkaði í gær. Samkeppnin er hörð og harðnandi. "Ég hef trú á því að lífeyrissjóðirnir nái að forðast uppgreiðslur með sínum lækkunum," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Lánin sem eru í boði eru mismunandi, auk þess sem samsetning skulda hjá hverjum og einum er mismunandi. Edda Rós segir að mismunandi sé eftir hverjum og einum hvaða leið sé hagkvæmust. "Ef ég tala bara fyrir mig, þá er ég með lífeyrissjóðslán á fyrsta veðrétti og lán íbúðalánasjóðs ofan á það. Það myndi því borga sig fyrir mig að hækka lífeyrissjóðslánið." Hún segir að með því sleppi hún við lántökujöld. Af 2,5 prósenta lántökugjöldum er 1,5 prósent skattur til ríkisins í formi stimpilgjalda. Þennan kostnað verður að taka með í reikninginn þegar litið er til þess hversu hagkvæmt er að endurfjármagna. Í ört vaxandi samkeppni fjármálastofnana er stimpilgjaldið farið að virka sem markaðshindrun. "Það er tvenns konar hagur varðandi greiðslubyrði af þessum lánum. Annars vegar lægri vextir og hins vegar lenging lána. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því hvernig þetta skiptist." Edda Rós segir erfitt að spá um framhaldið. "Ég get vel séð fyrir mér frekari lækkun, en mér finnst það ekki endilega það líklegasta. Það er hins vegar engin spurning að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn. Ef einn lækkar sig, þá fylgja hinir á eftir." Hún segir að það verði erfitt fyrir þá minnstu að keppa um þessi lán. "Það verður hins vegar auðveldast fyrir KB banka, því innlendi hlutinn af starfseminni er hlutfallslega minnstur þar." Eftir sameiningu við danska bankann FIH verður einungis fjórðungur af heildareignunum hérlendis. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá um framhaldið. "Við erum að horfa á landslag sem við höfum ekki séð áður. Væntanlega kemur að einhverjum þröskuldi þar sem bankarnir eru farnir að tapa á lánunum." Hún bætir því við að hugsanlegt sé að bankarnir væru tilbúnir til að taka á sig tap tímabundið til að vinna markaðshlutdeild. Katrín segir íbúðalánamarkaðinn dæmigerðan fákeppnismarkað þar sem stöðugleiki ríkti. "Svo hreyfir einn sig og þá fer allt af stað, svo er spurningin hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt." Hún segir að þetta séu spennandi tímar á fjármálamarkaði. Bönkunum hafi tekist að koma inn og bjóða vexti undir vöxtum Íbúðalánasjóðs. "Í framhaldinu vakna spurningar um tilvist Íbúðalánasjóðs. Rökin fyrir sjóðnum hafa verið að enginn vildi lána á svo lágum vöxtum í svo langan tíma. Mér sýnist rökin fyrir tilvist hans vera farin."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira