Þriðjungur nyti ekki skattalækkana 10. september 2004 00:01 Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira