20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:05 Fangelsinu á Litla Hrauni verður lokað þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á Stóra Hrauni. Mikið af byggingunum eru orðnar lélgar og verða þær rifnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend
Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira