Frá Viðey til Rauðarár 15. september 2004 00:01 Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi." Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi."
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira