Tjáir sig ekki um rjúpnaveiðibann 15. september 2004 00:01 Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira