Stjórnmálasamband við þrjú smáríki 29. september 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira