Heimsmet í samneyslu 3. október 2004 00:01 Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira