Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi 8. október 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira