Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er enn verið að meta upptök hans og stærð en líklegast þykir að hann eigi sér upptök á svipuðum slóðum og skjálftarnir sem mældust um kvöldmatarleytið.

Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í kvöld að skjálftahrinan hófst um klukkan hálf sex. Þá höfðu um fimmtíyu skjálftar mælst. Meðaldýpi skjálftanna er á um fjögur til sex kílómetra dýpi.
Um er að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og svo nú að Trölladyngju.