Kennaraviðræður sigldu í strand 10. október 2004 00:01 Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira