Ný, tölvuvædd fasteignasala 11. október 2004 00:01 "Sérstaða okkar á markaðinum er að við auglýsum eiginlega alfarið á netinu. Einnig erum við með verðvernd þannig að við tryggjum að vera alltaf með lægstu söluþóknun á Íslandi. Fasta þóknunin okkar er 99.900 krónur eða 124.375 krónur með virðisaukaskatti," segir Jóhann Baldursson lögmaður, löggildur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Neteign sem hóf starfsemi í síðustu viku. "Enn sem komið er erum við bara með íbúðarhúsnæði en ekki iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Það breytist ef til vill þegar fram líða stundir," segir Jóhann en skráning eigna á söluna fer eingöngu fram í gegnum vefsíðu þeirra, neteign.is. "Seljendur skrá eignina sjálfir inná netið og geta jafnvel hlaðið inn myndum sjálfir ef þeir vilja. Í kjölfarið heimsækir sölumaður frá okkur seljendurna og fer yfir lýsinguna. Seljendur sýna eignina sjálfir en sölumaður sér um móttöku tilboða. Við erum einnig með lögfræðing í vinnu hjá okkur sem sér um lagalegu hliðina. Vefsíðan er afskaplega einföld og ætti hver sem er að geta skráð sína eign þar inn." Margir myndu halda að fasteignasölumarkaðurinn á Íslandi væri mettaður en Jóhann er á öndverðum meiði. "Það eru vissulega margar fasteignasölur hér á landi en við bjóðum uppá sérstök kjör sem ég held að höfði til fólks. Fólk er vant ólíkum möguleikum og kjörum á hvaða sviði sem er og sérstaða okkar á fasteignasviðinu er meðal annars sú að bjóða lægstu söluþóknun á Íslandi," segir Jóhann og bætir við að reksturinn hafi farið vel af stað. "Við erum búin að auglýsa þó nokkuð og það er mikið spurt um starfsemi okkar. Einnig er umferð um vefsíðuna heilmikil en auðvitað tekur tíma að koma þjónustu okkar og vöru á framfæri," bætir hann við og er afskaplega bjartsýnn á framhaldið. Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
"Sérstaða okkar á markaðinum er að við auglýsum eiginlega alfarið á netinu. Einnig erum við með verðvernd þannig að við tryggjum að vera alltaf með lægstu söluþóknun á Íslandi. Fasta þóknunin okkar er 99.900 krónur eða 124.375 krónur með virðisaukaskatti," segir Jóhann Baldursson lögmaður, löggildur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Neteign sem hóf starfsemi í síðustu viku. "Enn sem komið er erum við bara með íbúðarhúsnæði en ekki iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Það breytist ef til vill þegar fram líða stundir," segir Jóhann en skráning eigna á söluna fer eingöngu fram í gegnum vefsíðu þeirra, neteign.is. "Seljendur skrá eignina sjálfir inná netið og geta jafnvel hlaðið inn myndum sjálfir ef þeir vilja. Í kjölfarið heimsækir sölumaður frá okkur seljendurna og fer yfir lýsinguna. Seljendur sýna eignina sjálfir en sölumaður sér um móttöku tilboða. Við erum einnig með lögfræðing í vinnu hjá okkur sem sér um lagalegu hliðina. Vefsíðan er afskaplega einföld og ætti hver sem er að geta skráð sína eign þar inn." Margir myndu halda að fasteignasölumarkaðurinn á Íslandi væri mettaður en Jóhann er á öndverðum meiði. "Það eru vissulega margar fasteignasölur hér á landi en við bjóðum uppá sérstök kjör sem ég held að höfði til fólks. Fólk er vant ólíkum möguleikum og kjörum á hvaða sviði sem er og sérstaða okkar á fasteignasviðinu er meðal annars sú að bjóða lægstu söluþóknun á Íslandi," segir Jóhann og bætir við að reksturinn hafi farið vel af stað. "Við erum búin að auglýsa þó nokkuð og það er mikið spurt um starfsemi okkar. Einnig er umferð um vefsíðuna heilmikil en auðvitað tekur tíma að koma þjónustu okkar og vöru á framfæri," bætir hann við og er afskaplega bjartsýnn á framhaldið.
Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira