Kerry og brjálaður klikkhaus 15. október 2004 00:01 Vika er langur tími í pólítik. En ef smellt er á flipann "samþykkt lagafrumvörp" á 31. löggjafarþingi Íslendinga á Althingi.is kemur í ljós að eftir tveggja vikna löggjafarstarf liggur ekkert eftir Alþingi. Auðvitað gegnir þingið fleiri hlutverkum en að setja lög. "Bíðið þið hérna stelpur, pabbi þarf aðeins að fara að tala," sagði Össur Skarphéðinsson sem tók börnin sín með í vinnuna á dögunum og hefði eins getað verið að fara að saga eða vélrita, selja verðbréf eða grafa skurð. Þingmenn vinna við að tala, þeir tilheyra hinum talandi stéttum. Hins vegar virðist mér að á fáum vinnustöðum sé talað eins lítið um kennaraverkfallið og á Alþingi, ef til vill vegna þess að þeir sem þar sitja eiga ekkert endilega börn á grunnskólaaldri, til dæmis á enginn af formönnum og varaformönnum stjórnarflokkanna svo ung börn. Börn hafa hins vegar skoðanir á verkfallinu . Góður vinur minn hringdi í mig og spurði hverju það sætti að dóttir hans ellefu ára fengi ekki grein birta í dagblaði. Svarið sem ég fékk þegar ég reyndi að liðka fyrir var að það væru bara svo mörg börn að skrifa að hún kæmist ekki að! Íslensk börn eru reyndar ótrúlega pólitísk. "Þessi Bush er ömurlegur forseti. Ég held hann hafi búið til þessi gereyðingarvopn til að fá átyllu til að ráðast á Írak og ná í olíuna. Þetta er bara brjálaður klikkhaus," sagði Þorgrímur sonur minn 11 ára upp úr eins manns hljóði yfir sjónvarpsfréttunum. Öðru vísi mér áður brá. Þegar ég var að alast upp voru Bandaríkjaforsetar eins og hálfguðir í sjónvarpsfréttum og á síðum Morgunblaðsins. Að vísu eins og skrattinn sjálfur í Þjóðviljanum en hann keyptu fáir á þeim árum. Og jafnvel þótt Watergate hafi miklu breytt, hafa menn lengstum borið virðingu fyrir forseta Bandaríkjanna sem helsta fulltrúa lýðræðislegra stjórnarhátta í heiminum. Og sjaldan var þetta sannara en eftir 11. september. Þar til nú. Forseti Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að því að heyja stríð sem byggt var á ósannindum. Bush varð uppvís að því að ljúga á svo augljósan hátt að jafnvel ellefu ára börn sjá í gegnum lygina. Hvað sagði ekki Bob Dylan: "Sometimes even the president of the United States has to stand naked." Á Alþingi hef ég spurst fyrir um afstöðuna til Kerrys og Bush og mér sýnist að Bush eigi sér einungis þrjá til fjóra harða stuðningsmenn, í Sjálfstæðisflokknum. Meira að segja sumir sjálfstæðisráðherrar myndu frekar sjá Kerry sigra. Raunar er það svo að allir íslensku flokkarnir (að hugsanlega VG undanskildum) gætu auðveldlega rúmast innan bandaríska Demókrataflokksins. Bandarískur sendiráðsmaður sem dvaldi hér á landi um árabil, fór eitt sinn með tvær þingkonur, Þorgerði Katrínu úr Sjálfstæðisflokki og Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Samfylkingu (þá Kvennalista) í ferð vestur um haf. Að lokinni viku dvöl með þeim dæsti diplómatinn og sagði við þær stöllur: "Er ekkert sem þið getið verið ósammála um?" Eftir tvær vikur skýrist svo hvor sigrar Kerry eða Bush. Vika er langur tími í pólitík og tvær vikur, tvisvar sinnum lengri tími og allt getur gerst á þeim tíma. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vika er langur tími í pólítik. En ef smellt er á flipann "samþykkt lagafrumvörp" á 31. löggjafarþingi Íslendinga á Althingi.is kemur í ljós að eftir tveggja vikna löggjafarstarf liggur ekkert eftir Alþingi. Auðvitað gegnir þingið fleiri hlutverkum en að setja lög. "Bíðið þið hérna stelpur, pabbi þarf aðeins að fara að tala," sagði Össur Skarphéðinsson sem tók börnin sín með í vinnuna á dögunum og hefði eins getað verið að fara að saga eða vélrita, selja verðbréf eða grafa skurð. Þingmenn vinna við að tala, þeir tilheyra hinum talandi stéttum. Hins vegar virðist mér að á fáum vinnustöðum sé talað eins lítið um kennaraverkfallið og á Alþingi, ef til vill vegna þess að þeir sem þar sitja eiga ekkert endilega börn á grunnskólaaldri, til dæmis á enginn af formönnum og varaformönnum stjórnarflokkanna svo ung börn. Börn hafa hins vegar skoðanir á verkfallinu . Góður vinur minn hringdi í mig og spurði hverju það sætti að dóttir hans ellefu ára fengi ekki grein birta í dagblaði. Svarið sem ég fékk þegar ég reyndi að liðka fyrir var að það væru bara svo mörg börn að skrifa að hún kæmist ekki að! Íslensk börn eru reyndar ótrúlega pólitísk. "Þessi Bush er ömurlegur forseti. Ég held hann hafi búið til þessi gereyðingarvopn til að fá átyllu til að ráðast á Írak og ná í olíuna. Þetta er bara brjálaður klikkhaus," sagði Þorgrímur sonur minn 11 ára upp úr eins manns hljóði yfir sjónvarpsfréttunum. Öðru vísi mér áður brá. Þegar ég var að alast upp voru Bandaríkjaforsetar eins og hálfguðir í sjónvarpsfréttum og á síðum Morgunblaðsins. Að vísu eins og skrattinn sjálfur í Þjóðviljanum en hann keyptu fáir á þeim árum. Og jafnvel þótt Watergate hafi miklu breytt, hafa menn lengstum borið virðingu fyrir forseta Bandaríkjanna sem helsta fulltrúa lýðræðislegra stjórnarhátta í heiminum. Og sjaldan var þetta sannara en eftir 11. september. Þar til nú. Forseti Bandaríkjanna hefur orðið uppvís að því að heyja stríð sem byggt var á ósannindum. Bush varð uppvís að því að ljúga á svo augljósan hátt að jafnvel ellefu ára börn sjá í gegnum lygina. Hvað sagði ekki Bob Dylan: "Sometimes even the president of the United States has to stand naked." Á Alþingi hef ég spurst fyrir um afstöðuna til Kerrys og Bush og mér sýnist að Bush eigi sér einungis þrjá til fjóra harða stuðningsmenn, í Sjálfstæðisflokknum. Meira að segja sumir sjálfstæðisráðherrar myndu frekar sjá Kerry sigra. Raunar er það svo að allir íslensku flokkarnir (að hugsanlega VG undanskildum) gætu auðveldlega rúmast innan bandaríska Demókrataflokksins. Bandarískur sendiráðsmaður sem dvaldi hér á landi um árabil, fór eitt sinn með tvær þingkonur, Þorgerði Katrínu úr Sjálfstæðisflokki og Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Samfylkingu (þá Kvennalista) í ferð vestur um haf. Að lokinni viku dvöl með þeim dæsti diplómatinn og sagði við þær stöllur: "Er ekkert sem þið getið verið ósammála um?" Eftir tvær vikur skýrist svo hvor sigrar Kerry eða Bush. Vika er langur tími í pólitík og tvær vikur, tvisvar sinnum lengri tími og allt getur gerst á þeim tíma.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira