Vissi ekki af líkinu 18. október 2004 00:01 Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira