Nýtt hjartalyf handan við hornið 19. október 2004 00:01 Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira