Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 13. mars 2025 15:25 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15 í dag og staðfesti með honum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í byrjun júlí í fyrra. Dómur Landsréttar hefur ekki verið birtur. Ekki fyrsta brot Guðmundar Elíss Greint var frá þeirri nauðgun, sem Guðmundur er dæmdur fyrir nú, þann 3. september árið 2021. Þá var Guðmundur á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu. Í dómsmálinu var dæmt í tveimur sakamálum sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi kærustu, Kamillu Ívarsdóttur, í Hafnarfirði árið 2020. Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru en niðurstaða um sýknu var meðal annars reist á því að áverkar hennar voru ekki taldir passa við lýsingu hennar á atvikum. Þá var auk þess langt liðið frá því að meint brot áttu sér stað og skýrslutaka fór fram. Hittust á bar í Vestmannaeyjum Í dómi Héraðsdóms sagði að tilkynning hefði borist lögreglu um nauðgun og líkamsárás aðfararanótt 2. september 2021. Brotaþoli hefði mætt á lögreglustöð ásamt vitni og móður en Guðmundur hafi verið handtekinn klukkutíma síðar á bryggju á Vestmannaeyjahöfn þar sem hann og annar skipverji biðu þess að verða sóttir. Brotaþoli hafi sagst hafa hitt Guðmund ásamt hinum skipverjanum á bar með vinkonu og farið heim til hennar eftir lokun staðarins. Þau hefðu setið saman í sófa að kyssast og ákveðið að fara saman niður í svefnherbergi til að hafa samfarir. Brotaþoli hafi sagt Guðmund Elís hafa borðið „fullgrófur“ og hún beðið hann að róa sig en hann slegið hana með flötum lófa fjórum til fimm sinnum utan undir og sagt henni að hún væri hans. Hún hafi sagst hafa beðið Guðmund Elís að hætta samförunum og ofbeldinu og hefði hann þá tekið hana hálstaki með hægri hendi svo hún komst ekki burt frá honum. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara á klósettið og hún loks síðan hlaupið nakin upp stigann og inn í herbergi vinkonunnar sem hefði komið þangað inn og klætt hana í föt. Þær hefðu í kjölfarið hringt í móður vinkonunnar sem hafi skutlað þeim á lögreglustöð. Óskilorðsbundið Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að framburður konunnar hefði fengið stoð í þeim gögnum sem lögð höfðu verið fram við meðferð máls. Hún hefði strax leitað til lögreglu sem og að framburður hennar hefði verið stöðugur í gegnum alla meðferð málsins. Þá hefði ekkert fram komið sem benti til þess að brotaþoli hefði vitað hver Guðmundur Elís hefði verið þegar meint brot átti sér stað og þekkt forsögu hans heldur einungis þekkt hann undir millinafni. Með vísan til framangreinds hafi verið talið sannað að Guðmundur Elís hefði sýnt af sér þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst var í ákæru. Guðmundur var því dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og gert að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15 í dag og staðfesti með honum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í byrjun júlí í fyrra. Dómur Landsréttar hefur ekki verið birtur. Ekki fyrsta brot Guðmundar Elíss Greint var frá þeirri nauðgun, sem Guðmundur er dæmdur fyrir nú, þann 3. september árið 2021. Þá var Guðmundur á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu. Í dómsmálinu var dæmt í tveimur sakamálum sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi kærustu, Kamillu Ívarsdóttur, í Hafnarfirði árið 2020. Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru en niðurstaða um sýknu var meðal annars reist á því að áverkar hennar voru ekki taldir passa við lýsingu hennar á atvikum. Þá var auk þess langt liðið frá því að meint brot áttu sér stað og skýrslutaka fór fram. Hittust á bar í Vestmannaeyjum Í dómi Héraðsdóms sagði að tilkynning hefði borist lögreglu um nauðgun og líkamsárás aðfararanótt 2. september 2021. Brotaþoli hefði mætt á lögreglustöð ásamt vitni og móður en Guðmundur hafi verið handtekinn klukkutíma síðar á bryggju á Vestmannaeyjahöfn þar sem hann og annar skipverji biðu þess að verða sóttir. Brotaþoli hafi sagst hafa hitt Guðmund ásamt hinum skipverjanum á bar með vinkonu og farið heim til hennar eftir lokun staðarins. Þau hefðu setið saman í sófa að kyssast og ákveðið að fara saman niður í svefnherbergi til að hafa samfarir. Brotaþoli hafi sagt Guðmund Elís hafa borðið „fullgrófur“ og hún beðið hann að róa sig en hann slegið hana með flötum lófa fjórum til fimm sinnum utan undir og sagt henni að hún væri hans. Hún hafi sagst hafa beðið Guðmund Elís að hætta samförunum og ofbeldinu og hefði hann þá tekið hana hálstaki með hægri hendi svo hún komst ekki burt frá honum. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara á klósettið og hún loks síðan hlaupið nakin upp stigann og inn í herbergi vinkonunnar sem hefði komið þangað inn og klætt hana í föt. Þær hefðu í kjölfarið hringt í móður vinkonunnar sem hafi skutlað þeim á lögreglustöð. Óskilorðsbundið Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að framburður konunnar hefði fengið stoð í þeim gögnum sem lögð höfðu verið fram við meðferð máls. Hún hefði strax leitað til lögreglu sem og að framburður hennar hefði verið stöðugur í gegnum alla meðferð málsins. Þá hefði ekkert fram komið sem benti til þess að brotaþoli hefði vitað hver Guðmundur Elís hefði verið þegar meint brot átti sér stað og þekkt forsögu hans heldur einungis þekkt hann undir millinafni. Með vísan til framangreinds hafi verið talið sannað að Guðmundur Elís hefði sýnt af sér þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst var í ákæru. Guðmundur var því dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og gert að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira