Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms 19. október 2004 00:01 "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
"Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira