Ofbeldi handrukkara orðum aukið 22. október 2004 00:01 "Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
"Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira