Auðmenn fólksins 23. október 2004 00:01 Birtist í DV 23. október 2004 Ég sat einu sinni á veitingahúsi og horfði á einn helsta forstjóra landsins -- forstjóra forstjóranna var með réttu hægt að kalla hann á þeim tíma -- bora í nefið. Hann gerði þetta af mikilli natni, virtist alveg sama hvort einhver var að horfa, náði loks góðum köggli, hnoðaði hann í kúlu og -- stakk honum upp í sig! Ég starði á þetta í forundran. Reyndi að segja vinum mínum frá háttarlagi þessa virðulega manns en enginn vildi trúa. Allir héldu að ég væri að bulla. En hún stendur mér fyrir hugskotssjónum myndin af forstjóranum með puttann í nefinu. Fyrir vikið fannst mér hann verða dálítið mannlegur. En þetta var almennt séð afskaplega fúll maður. Alltaf með hundshaus. Heilsaði helst ekki neinum. Veitti fjölmiðlunum aldrei viðtöl nema hann neyddist til -- vildi þá helst búa til spurningarnar sjálfur. Hann var fremstur í flokki manna sem var kenndur við slímugt og ógeðslegt kvikindi sem svamlar í djúpum sjó; þeir sátu þvers og kruss í stjórnum fyrirtækja hver annarra og mynduðu þétt net hagsmuna. Allt þeirra starf var bak við tjöldin nema þegar þeir mættu á fyrsta degi landsfundar Sjálfstæðisflokksins -- þá mátti stundum greina þá í bakgrunni á myndinni af flokksformanninum sem birtist á forsíðu Moggans. Annars voru þeir ekki menn fólksins. Þeir byggðu stöðu sína á einokun, á því að útiloka, skilja út undan. Almúginn gat kíkt á uppljómaða gluggana hjá þeim á Ægissíðunni eða Laugarásnum þar sem maturinn var borinn inn í trogum af Holtinu. Framhjá keyrði fólk í bíltúrum, mændi út um rúðurnar til að reyna að þó ekki nema að sjá glitta í persnesku teppin, kristalinn og málverkin eftir Jón Stefánsson. Þessum tíma og þessu liði er frábærlega lýst í bók sem ætti að með réttu að vera sígild -- Á slóð Kolkrabbans eftir Örnólf Árnason. Á sínum tíma var hún nánast þöguð í hel, en sem samtímalýsing er hún gulls ígildi. Auðjöfrar dagsins í dag eru allt annarrar tegundar. Þeir eru alþýðlegir menn sem setja sig ekki á háan hest -- leggja rækt við að sýna að þeir deili smekk almennings. Þeir láta fólkið hafa það sem það vill -- það sem áður var haldið frá því. Á því græða þeir auðvitað líka heil býsn. Það hefur risið ný kynslóð auðmanna sem nýtur aðdáunar. Hún þarf ekki að mæta á fundi hjá stjórnmálaflokkum; það er miklu sennilegra að stjórnmálamennirnir bíði í röðum eftir að fá áheyrn hjá þeim. Hún hefur ítök í fjölmiðlum og afþreyingariðnaði nútímans; býður fólki skemmtun, ódýrar flugferðir, meiri neyslu, endalaust úrval -- ótalmargt sem er fallið til vinsælda. Hún er býsna ólík gömlu auðstéttinni sem byggði á útilokun og forréttindahyggju. En hún er engu veikari, nema síður sé. Á ekki ýkja löngum tíma hefur orðið til ný og vellauðug yfirstétt sem hefur úr ennþá meiri peningum að spila en sú fyrri. En þrátt fyrir ríkidæmi og völd hún getur enn komið fram sem menn fólksins. Berlusconi var söngvari á skemmtiferðaskipi, Branson byrjaði feril sinn í bílskúr á að gefa út tónlist eftir obskúran músíkant, Rupert Murdoch étur hamborgara og lét einu sinni reka ritstjóra sem sýndi óeðlilega mikinn áhuga á frönskum ostum. Jón Ásgeir staflaði eplakössum á lager föður síns, Björgólfur þurfti að sitja í tukthúsi. Fyrsta skrefið til velgengni var að kveða gömlu forréttindastéttina í kútinn. Það var heldur ekki erfitt, hún var orðin svo úr tengslum við veruleikann. Forpokuð og stöðnuð. Það þurfti bara að blása aðeins, þá hrundi gamla dótið eins og spilaborg. Engum þótti vænt um það eða kærði sig um það; það var til dæmis algerlega staðnað í yfirstéttarlegum smekk sínum. Í staðinn eru komnir þessir ævintýramenn markaðarins, menn tækifæranna sem hafa á sér yfirbragð dirfsku og útrásar. Þeir eru eins og sirkuslistamenn þar sem þeir stökkva land úr landi með auðævi sín. Þeir eru með öllu yfirþjóðlegir; markaðsfrelsi og tæknivæðing síðustu áratuga hafa losað um öll bönd sem gátu haldið aftur af þeim. Stjórnmálamennirnir sitja hins vegar eftir hver í sínu landi og geta ekki annað en hlýtt kalli hnattvæðingarinnar -- boðið lægri skatta, minnkandi réttindi fyrir vinnandi fólk, opna markaði. Mótvægið við peningavaldið er orðið býsna veikt. Víða er megnið af fjölmiðlunum líka orðinn hluti af kerfinu. Fjölbreytnin er einnig að nokkru leyti tálsýn. Forsenda heimsmarkaðarins er að flestir séu steyptir í sama mót. Það er hægt að auglýsa sífellt meira úrval, en fjöldaframleiðsla og fjöldamarkaðssetning gefur ekki mikið svigrúm fyrir öðruvísi smekk. Raunar gerir hún ekki ráð fyrir neinni athöfn sem byggir ekki á því að eyða peningum. Í sjónvarpinu fjölgar rásunum stöðugt. Maður skyldi ætla að fjölbreytnin ykist líka, en út um allan heim verða rásirnar sífellt líkari hver annarri -- á sama tíma og hin fjárhagslegu yfirráð þjappast saman. Og líkt og það er alls staðar það sama í sjónvarpinu verður maturinn eins, kaffihúsin fara alls staðar að heita hið sama, alls staðar eru seld sömu vörumerkin og sami varningurinn í kringlum sem eru nánast eins. Og alls staðar er sama andlausa dýrkunin á frægðarfólki, sömu sápurnar, raunveruleikaþættirnir, hálfklámið og Disneyfígúrurnar -- endalaus hömlulaus efnishyggjan. Í KFUM í gamla daga var mér kennt að Albert Schweitzer væri fegursta fyrirmynd sem nokkur drengur gæti hugsað sér. Hann var kristniboðslæknir sem eyddi mestallri ævi sinni í að líkna blásnauðum blökkumönnum í Kongó. Í frístundum lék hann Bach á orgel. Nýlega las ég um skoðanakönnun þar sem kom í ljós að flestir Íslendingar vildu líkjast Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þessi ungi maður er kominn á listann yfir fimm hundruð ríkustu menn í heimi; hann er metinn á 400 milljarða, byggði upp auð sinn á óræðan hátt í Rússlandi, átti síðast þegar ég vissi lögheimili í skattaparadís á Kýpur, kaupir nú fyrirtæki í stórum stíl í gömlu austurblokkinni. Engum er auðsýnd meiri virðing en þeim sem afla mikilla peninga. Hér í eina tíð beygðu sig vissulega allir og bukkuðu fyrir forstjóranum sem ég sá bora í nefið, en ég veit ekki til þess að neinn hafi viljað líkjast honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Birtist í DV 23. október 2004 Ég sat einu sinni á veitingahúsi og horfði á einn helsta forstjóra landsins -- forstjóra forstjóranna var með réttu hægt að kalla hann á þeim tíma -- bora í nefið. Hann gerði þetta af mikilli natni, virtist alveg sama hvort einhver var að horfa, náði loks góðum köggli, hnoðaði hann í kúlu og -- stakk honum upp í sig! Ég starði á þetta í forundran. Reyndi að segja vinum mínum frá háttarlagi þessa virðulega manns en enginn vildi trúa. Allir héldu að ég væri að bulla. En hún stendur mér fyrir hugskotssjónum myndin af forstjóranum með puttann í nefinu. Fyrir vikið fannst mér hann verða dálítið mannlegur. En þetta var almennt séð afskaplega fúll maður. Alltaf með hundshaus. Heilsaði helst ekki neinum. Veitti fjölmiðlunum aldrei viðtöl nema hann neyddist til -- vildi þá helst búa til spurningarnar sjálfur. Hann var fremstur í flokki manna sem var kenndur við slímugt og ógeðslegt kvikindi sem svamlar í djúpum sjó; þeir sátu þvers og kruss í stjórnum fyrirtækja hver annarra og mynduðu þétt net hagsmuna. Allt þeirra starf var bak við tjöldin nema þegar þeir mættu á fyrsta degi landsfundar Sjálfstæðisflokksins -- þá mátti stundum greina þá í bakgrunni á myndinni af flokksformanninum sem birtist á forsíðu Moggans. Annars voru þeir ekki menn fólksins. Þeir byggðu stöðu sína á einokun, á því að útiloka, skilja út undan. Almúginn gat kíkt á uppljómaða gluggana hjá þeim á Ægissíðunni eða Laugarásnum þar sem maturinn var borinn inn í trogum af Holtinu. Framhjá keyrði fólk í bíltúrum, mændi út um rúðurnar til að reyna að þó ekki nema að sjá glitta í persnesku teppin, kristalinn og málverkin eftir Jón Stefánsson. Þessum tíma og þessu liði er frábærlega lýst í bók sem ætti að með réttu að vera sígild -- Á slóð Kolkrabbans eftir Örnólf Árnason. Á sínum tíma var hún nánast þöguð í hel, en sem samtímalýsing er hún gulls ígildi. Auðjöfrar dagsins í dag eru allt annarrar tegundar. Þeir eru alþýðlegir menn sem setja sig ekki á háan hest -- leggja rækt við að sýna að þeir deili smekk almennings. Þeir láta fólkið hafa það sem það vill -- það sem áður var haldið frá því. Á því græða þeir auðvitað líka heil býsn. Það hefur risið ný kynslóð auðmanna sem nýtur aðdáunar. Hún þarf ekki að mæta á fundi hjá stjórnmálaflokkum; það er miklu sennilegra að stjórnmálamennirnir bíði í röðum eftir að fá áheyrn hjá þeim. Hún hefur ítök í fjölmiðlum og afþreyingariðnaði nútímans; býður fólki skemmtun, ódýrar flugferðir, meiri neyslu, endalaust úrval -- ótalmargt sem er fallið til vinsælda. Hún er býsna ólík gömlu auðstéttinni sem byggði á útilokun og forréttindahyggju. En hún er engu veikari, nema síður sé. Á ekki ýkja löngum tíma hefur orðið til ný og vellauðug yfirstétt sem hefur úr ennþá meiri peningum að spila en sú fyrri. En þrátt fyrir ríkidæmi og völd hún getur enn komið fram sem menn fólksins. Berlusconi var söngvari á skemmtiferðaskipi, Branson byrjaði feril sinn í bílskúr á að gefa út tónlist eftir obskúran músíkant, Rupert Murdoch étur hamborgara og lét einu sinni reka ritstjóra sem sýndi óeðlilega mikinn áhuga á frönskum ostum. Jón Ásgeir staflaði eplakössum á lager föður síns, Björgólfur þurfti að sitja í tukthúsi. Fyrsta skrefið til velgengni var að kveða gömlu forréttindastéttina í kútinn. Það var heldur ekki erfitt, hún var orðin svo úr tengslum við veruleikann. Forpokuð og stöðnuð. Það þurfti bara að blása aðeins, þá hrundi gamla dótið eins og spilaborg. Engum þótti vænt um það eða kærði sig um það; það var til dæmis algerlega staðnað í yfirstéttarlegum smekk sínum. Í staðinn eru komnir þessir ævintýramenn markaðarins, menn tækifæranna sem hafa á sér yfirbragð dirfsku og útrásar. Þeir eru eins og sirkuslistamenn þar sem þeir stökkva land úr landi með auðævi sín. Þeir eru með öllu yfirþjóðlegir; markaðsfrelsi og tæknivæðing síðustu áratuga hafa losað um öll bönd sem gátu haldið aftur af þeim. Stjórnmálamennirnir sitja hins vegar eftir hver í sínu landi og geta ekki annað en hlýtt kalli hnattvæðingarinnar -- boðið lægri skatta, minnkandi réttindi fyrir vinnandi fólk, opna markaði. Mótvægið við peningavaldið er orðið býsna veikt. Víða er megnið af fjölmiðlunum líka orðinn hluti af kerfinu. Fjölbreytnin er einnig að nokkru leyti tálsýn. Forsenda heimsmarkaðarins er að flestir séu steyptir í sama mót. Það er hægt að auglýsa sífellt meira úrval, en fjöldaframleiðsla og fjöldamarkaðssetning gefur ekki mikið svigrúm fyrir öðruvísi smekk. Raunar gerir hún ekki ráð fyrir neinni athöfn sem byggir ekki á því að eyða peningum. Í sjónvarpinu fjölgar rásunum stöðugt. Maður skyldi ætla að fjölbreytnin ykist líka, en út um allan heim verða rásirnar sífellt líkari hver annarri -- á sama tíma og hin fjárhagslegu yfirráð þjappast saman. Og líkt og það er alls staðar það sama í sjónvarpinu verður maturinn eins, kaffihúsin fara alls staðar að heita hið sama, alls staðar eru seld sömu vörumerkin og sami varningurinn í kringlum sem eru nánast eins. Og alls staðar er sama andlausa dýrkunin á frægðarfólki, sömu sápurnar, raunveruleikaþættirnir, hálfklámið og Disneyfígúrurnar -- endalaus hömlulaus efnishyggjan. Í KFUM í gamla daga var mér kennt að Albert Schweitzer væri fegursta fyrirmynd sem nokkur drengur gæti hugsað sér. Hann var kristniboðslæknir sem eyddi mestallri ævi sinni í að líkna blásnauðum blökkumönnum í Kongó. Í frístundum lék hann Bach á orgel. Nýlega las ég um skoðanakönnun þar sem kom í ljós að flestir Íslendingar vildu líkjast Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þessi ungi maður er kominn á listann yfir fimm hundruð ríkustu menn í heimi; hann er metinn á 400 milljarða, byggði upp auð sinn á óræðan hátt í Rússlandi, átti síðast þegar ég vissi lögheimili í skattaparadís á Kýpur, kaupir nú fyrirtæki í stórum stíl í gömlu austurblokkinni. Engum er auðsýnd meiri virðing en þeim sem afla mikilla peninga. Hér í eina tíð beygðu sig vissulega allir og bukkuðu fyrir forstjóranum sem ég sá bora í nefið, en ég veit ekki til þess að neinn hafi viljað líkjast honum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun