Flókinn heilaþvottur Egill Helgason skrifar 24. október 2004 00:01 Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira