Fyrsta háhýsi Austurlands 25. október 2004 00:01 "Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu. Hús og heimili Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
"Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu.
Hús og heimili Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira