Boðað til fundar í kennaradeilu 25. október 2004 00:01 Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira