Leynivopnið í eldhúsinu 28. október 2004 00:01 "Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu... Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu...
Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira