Davíð til starfa 29. október 2004 00:01 Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!". Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!".
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira