Kennarar fái greitt fyrirfram 1. nóvember 2004 00:01 Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira