Innlent

Mögu­leiki að gos hefjist norðan­megin en ó­lík­legt þó

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Reykjanesi en virknin í eldgosinu sem hófst í gærmorgun datt alveg niður síðdegis og hefur það ekki látið á sér kræla á ný.

Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofunni sem segir að mögulega hefjist gos að nýju í norðanverðri sprungunni, þótt það teljist ólíklegt.

Þá fjöllum við áfram um banaslys sem varð undir Eyjafjöllum þegar grjót hrundi á bíl sem var ekið á Þjóðvegi 1 með þeim afleiðingum að kona lét lífið. Vegagerðin segir að strax verði ráðist í að skoða hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir þessa hættu. 

Að auki fjöllum við um Hönnunarmars sem verður settur í dag í sautjánda sinn. Fleiri en hundrað viðburðir eru á dagskrá víðsvegar um borg. 

Í íþróttapakka dagsins er Bónusdeild karla í körfubolta til umfjöllunar en hún hefst í kvöld með leik Tindastóls og Keflavíkur.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 2. april 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×