Viðhald á flísum 1. nóvember 2004 00:01 Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna. Hús og heimili Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna.
Hús og heimili Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira