Hætta á öskufalli í byggð 2. nóvember 2004 00:01 Flugumferð hefur verið beint suður fyrir Ísland í nótt vegna gosmakkar frá eldgosinu. Mest hætta á öskufalli í byggð er sem stendur norðaustur af eldstöðinni, eins og í Vopnafirði. Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi Almannavarna, segir hættu ekki stafa af gosinu að svo stöddu. Veginum yfir Skeiðarársand hafi þó verið lokað í nótt í öryggisskyni. Samkvæmt rennslismælum hefur rennslið í Skeiðará ekkert aukist umfram það hlaup sem í ánni er eftir að gosið hófst. Búist er þó við meira hlaupi. Víðir segir erfitt að fullyrða hvort brýrnar á sandinum séu í hættu en sé gosið inni í vötnunum er ekki mikil hætta á því. Flugvél frá Flugmálastjórn með vísindamönnum innanborðs er á flugi yfir Grímsvötnum til að reyna að átta sig á því hvar gosið er nákvæmlega. Þær fréttir bárust nýlega frá vélinni, sem er nú yfir gosstöðvunum, að mökkurinn sé rúmir þrettán kílómetrar á hæð í augnablikinu. Við fyrstu athugun er talið að gosið sé suðvestur af Grímsvötnum. Af ótta við að aska sé að berast til norðausturs hefur áætlunarflugi til Egilsstaða verið frestað þar til hægt verður að kanna aðsætður í björtu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lét loka þjóðveginum um Skeiðarársand á miðnætti af ótta við að Skeiðarárhlaupið kunni að vaxa en svo hefur ekki gerst enn. Vegurinn hefur því verið opnaður aftur. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Mikil og stöðug skjalftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Ekki hafa enn borist fréttir af öskufalli en Grímsvötn eru í Vatnajökli vestanverðum. Aukafréttatími verður á Stöð 2 klukkan 12.30. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Flugumferð hefur verið beint suður fyrir Ísland í nótt vegna gosmakkar frá eldgosinu. Mest hætta á öskufalli í byggð er sem stendur norðaustur af eldstöðinni, eins og í Vopnafirði. Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi Almannavarna, segir hættu ekki stafa af gosinu að svo stöddu. Veginum yfir Skeiðarársand hafi þó verið lokað í nótt í öryggisskyni. Samkvæmt rennslismælum hefur rennslið í Skeiðará ekkert aukist umfram það hlaup sem í ánni er eftir að gosið hófst. Búist er þó við meira hlaupi. Víðir segir erfitt að fullyrða hvort brýrnar á sandinum séu í hættu en sé gosið inni í vötnunum er ekki mikil hætta á því. Flugvél frá Flugmálastjórn með vísindamönnum innanborðs er á flugi yfir Grímsvötnum til að reyna að átta sig á því hvar gosið er nákvæmlega. Þær fréttir bárust nýlega frá vélinni, sem er nú yfir gosstöðvunum, að mökkurinn sé rúmir þrettán kílómetrar á hæð í augnablikinu. Við fyrstu athugun er talið að gosið sé suðvestur af Grímsvötnum. Af ótta við að aska sé að berast til norðausturs hefur áætlunarflugi til Egilsstaða verið frestað þar til hægt verður að kanna aðsætður í björtu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lét loka þjóðveginum um Skeiðarársand á miðnætti af ótta við að Skeiðarárhlaupið kunni að vaxa en svo hefur ekki gerst enn. Vegurinn hefur því verið opnaður aftur. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Mikil og stöðug skjalftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Ekki hafa enn borist fréttir af öskufalli en Grímsvötn eru í Vatnajökli vestanverðum. Aukafréttatími verður á Stöð 2 klukkan 12.30.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira